bækur
AVOCADO BÓK

Matreiðslubókina Avocado kom út fyrir jólin 2016. Bókin inniheldur girnilegar uppskriftir við allra hæfi með hollt og ferskt hráefni að vopni. Ljúffengar og auðveldar uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado ávöxtinn í einhverri mynd.

Bókin var upphaflega hugsuð sem lokaverkefni
í margmiðlunarnámi en þróaðist fljótt í mun stærra verkefni. Ég skrif­aði bók­ina, tók mynd­irn­ar og sá um alla hönnun og umbrot. Eftir útgáfu bókarinnar komst hún fljótlega á metsölulista.

​Útgefandi: Betri lausnir ehf

​Bókin fæst í Pennanum Eymundsson

frá vinsælum matarbloggurum
VINSÆLUSTU UPPSKRIFTIRNAR

Bókin Vinsælustu réttirnir frá vinsælum matarbloggurum er einstakt samstarfsverkefni sex vinsælla matarbloggara sem leggja til vinsælustu uppskriftrnar sínar. Hver og einn bloggari er með sitt eigið sérsvið og bókin inniheldur því afar 120 fjölbreyttar uppskriftir frá þessum frábæru konum. Allt frá gómsætum eftirréttum og kökum til klassískra rétta, heilsurétta og einfaldra hversdagsrétta. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Matarbloggarar eru: Anna Eiríks, Berglind, Hildur Rut, Lólý, María Gomez og Tinna Alavis

 

Ég sá um hönn­un og um­brot bók­ar­inn­ar ásamt því að taka all­ar ljós­mynd­ir í bók­inni fyr­ir utan þær mat­ar­mynd­ir sem til­heyra öðrum höf­und­um.

 

Útgefandi: GMS

 

Bókin fæst í Hagkaup, Bónus, Pennanum Eymundsson og Heimkaup