um mig
HILDUR RUT INGIMARSDÓTTIR

Ég heiti Hildur Rut og bý í Kópavogi ásamt unnusta mínum, syni og dóttur. Ég hef ástríðu fyrir matargerð, elska að búa sjálf til mínar uppskriftir og miðla þeim til annarra. Fyrir mér snýst matargerð um svo miklu meira en sjálfan matinn. Fallegt umhverfi og skreytingar, upplifun og góður félagsskapur skipta svo miklu máli. 

 

Ég byrjaði mjög ung að hafa áhuga á mat og matargerð og fékk oft að leika mér í eldhúsinu, elda og baka kökur. Ég hafði engan áhuga á sælgæti en fannst aftur á móti mjög spennandi að fara út að borða og panta mér ýmsa rétti og voru hvítlauksristaðir sniglar í miklu uppáhaldi.

 

Ég gaf út bókina Avocado fyrir jólin 2016 en þá bók sá ég alfarið um sjálf. Ég þróaði uppskriftirnar, tók ljósmyndirnar og sá um alla hönnun og útgáfu. Bókin var upphaflega hugsuð sem lokaverkefni í margmiðlunarnámi en þróaðist fljótt í mun stærra verkefni.

Eftir útgáfu bókarinnar komst hún fljótlega á metsölulista en í henni er að finna góðar og auðveldar uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avókadó í einhverri mynd. Í bígerð er svo að gefa út aðra matreiðslubók í anda Avocado bókarinnar þar sem

ég einbeiti mér að öðru spennandi hráefni.

 

Ásamt matargerðinni hef ég mikinn áhuga á grafískri hönnun og ljósmyndun og sameina ég þetta þrennt í störfum mínum. 

 

Á þessari heimasíðu ætla ég að deila með ykkur uppskriftum og blogga um það sem ég hef ástríðu fyrir. 

Allar myndirnar á síðunnir eru teknar af mér. Fyrir utan þær myndir sem eru af mér sjálfri.

Allur réttur áskilinn - Copyright All Rights Reserved

hafðu samband